Upplýsingar og afþreying

Google innbyggt

Polestar 2 var fyrsti bíllinn til að vera með sérhæft Android stýrikerfi fyrir bíla, sem kemur með sannarlega leiðandi upplýsingar og afþreyingu fyrir akstursupplifunina. Vegna samstarfs Polestar við Google¹, heldur hugbúnaðurinn í bílnum áfram að gera lífið á veginum auðveldara með hverri uppfærslu.

A big tablet showing the Android automotive operating system.

Tengjanleiki

Polestar 2 kemur með öruggum háhraða internetaðgangi til að vafra á netinu, nota í öppum bílsins, streyma tónlist og hlaðvörpum, fá rauntíma umferðarupplýsingar og hlaða niður nýjustu hugbúnaðaruppfærslunum. Vegna þess að gagnamagn er innifalið í þrjú ár, veitir Polestar 2 bestu mögulega virkni án þess að fara út fyrir pakka bílsins. 

Close-up on the tablet showing Spotify

Uppfærslur yfir netið

Stenst að fullu kröfur framtíðarinnar. Polestar 2 fær reglulega uppfærslur yfir netið fyrir upplýsinga- og afþreyingarkerfi sitt, öpp og kerfi bílsins. Bíllin tilkynnir ökumanninum sjálfkrafa þegar nýi hugbúnaðurinn er tilbúinn til uppsetningar, til að hann verði áfram í fremstu röð eins og þegar hann kom fyrst á markað.

Miðjuskjár

Allur Polestar 2 hugbúnaður keyrir á Android Automotive OS, sem samþættir upplýsinga- og afþreyingarkerfið við tæknileg kerfi bílsins. Hægt er að stýra margskonar afkasta- og öryggisaðgerðum beint frá miðjuskjánum, með því að nota hreint, einfalt og mínímalískt viðmót. 

Heimaskjár með aðgerðum fyrir leiðarlýsingu, miðla og símtöl.

Ökumannsskjár

Haltu athyglinni. 12,3" stafræni ökumannsskjár Polestar 2 er með tvær foruppsettar stillingar, sem sýna aðeins nauðsynlegustu upplýsingarnar. Í rólegri stillingu sýnir hann hraða bílsins og rafhlöðustöðu, á meðan leiðsögustilling leggur áherslu á skipulagningu leiðar og umferðaruppfærslur. 

Leiðsögustilling birtir núverandi leiðakort og leiðarlýsingu.

Ökumannsprófílar

Polestar 2 getur sjálfkrafa geymt kjörstillingar fyrir allt að sex ökumenn og tengt upplýsingarnar við merkið frá lykilfjarstýringunni eða Polestar appinu. Þegar það greinist ber hugbúnaður bílsins kennsl á ökumannsprófílinn og hleður samsvarandi sætisstöðu, speglastillingum, viðkomu stýris og stillingum fyrir eins fetils akstur. Hann sækir einnig uppáhaldshöppin og spilunarlistana.

Center console showing a pop up with turn up the volume activated by voice recognition.

Raddstýring

Bíll sem heyrir raunverulega í þér. Þar sem Polestar 2 kemur með innbyggðu Google¹, kemur hann einnig með raddgreiningarmöguleikum Google hjálparans (Google Assistant). Með því getur ökumaðurinn stjórnað tónlist, loftgæðastillingum og öðrum aðgerðum meðan hann er með augun á veginum og hendurnar á stýrinu. Segðu bara „Ok Google“ til að hefjast handa.

Öpp í bíl

Framsýn virkni. Upplýsinga- og afþreyingarkerfi Polestar 2 keyrir úrval vinsælla appa sem eru fínstillt fyrir upplifunina í bílnum. Skipulagning leiða, streyming tónlistar eða að borga fyrir bílastæði er allt hægt að gera án snjallsíma, á meðan sum öpp virka með kerfum bílsins sem opnar fyrir jafnvel enn aukna akstursupplifun. Hægt er að sækja uppfærslur og ný öpp í Google Play¹, með því að nota miðjuskjáinn.

App icon Spotify

Spotify

App icon YouTube

YouTube

App icon Tidal

Tidal

App icon TuneIn Radio

TuneIn Radio

App icon Waze

Waze

App icon Google Maps

Google Maps

App icon easypark

EasyPark

App icon abrp

ABRP

Apple CarPlay

Með Apple CarPlay er hægt að nota iPhone í Polestar 2 á miðjuskjánum og með raddskipunum. Hlustaðu á tónlist, hringdu símtöl, fáðu akstursleiðbeiningar, sendu og fáðu skilaboð eða notaðu Siri, allt á meðan þú heldur athyglinni á veginum. Apple CarPlay virkar með völdum iOS tækjum og með USB-C miðlatengi bílsins.

Tablet in the middle of the dashboard showing Apple CarPlay
Blue background with black text.

Öryggi

Uppgötvaðu eiginleikana

Algengum spurningum um akstur rafbíla svarað

Frekari upplýsingar

Kannaðu kosti fyrir flota og fyrirtæki

Frekari upplýsingar

Viðhald, þjónusta og ábyrgð

Frekari upplýsingar
  1. Google, Google Play, Google Maps og YouTube Music eru vörumerki Google LLC. Google Assistant og sumir tengdir eiginleikar eru ekki fáanlegir fyrir öll tungumál eða lönd. Sjá g.co/assistant/carlanguages varðandi fáanlegar uppfærslur fyrir tungumál og lönd. Ekki eru allar þjónustur, eiginleikar, forrit eða áskilin samhæf tæki fáanleg fyrir öll tungumál eða lönd, og geta verið mismunandi eftir gerð bifreiðar. Frekari upplýsingar má finna á hjálparsíðunni (Help Center) og á vefsíðum Google Assistant, Google Maps, Google Play eða framleiðandans.

    Fáðu allar nýjustu fréttirnar um Polestar

    Gerast áskrifandi
    Polestar © 2024 Öll réttindi áskilin
    LagalegtSiðareglurPersónuverndVafrakökurAðgengisyfirlýsing