Brimborg er umboðsaðili Polestar á Íslandi

Hoppa í aðalefnið

Uppfærsla

Performance pakki

Viðbragðsmeiri, kraftmeiri og áhugaverðari. Performance pakkinn inniheldur sett af sérhæfðum uppfærslum fyrir aksturseiginleika og afl, sérstaklega stilltum fyrir Polestar 2 Long range Dual motor. 

Centre display showing the screen of the performance software update

Afkastahugbúnaðaruppfærsla

Viðbragð á næsta stigi. Afkastahugbúnaðaruppfærslan eykur afl rafmótoranna í 350 kW (476 hö) og snúningsvægið í 740 Nm (546 lb-ft). Hann inniheldur ræsistýringu til að veita hámarksafl úr kyrrstöðu og virkar með Performance appinu til að athuga með þyngdarkraftinn og hröðunartímann.  

20 inch Performance wheel with Brembo brake

Performance vélbúnaður

20" Performance felgur

Upprunalega hannaðar fyrir akstursíþróttir para mótuðu álfelgurnar saman minni þyngd og aukinn styrkleika til að bæta aksturseiginleika og veggrip. Ásamt afkastamiðuðu SportContact 6 hjólbörðunum geta ökumenn búist við frábærum stöðugleika og hemlunarafköstum við hinar ýmsu akstursaðstæður.

Rear view of the back of the Polestar 2 on a road outside

Performance vélbúnaður

Polestar Engineered undirvagnsstilling

Fínpússuð afkastageta fyrir hámarksvirkjun ökumanns. Polestar Engineered undirvagnsstilling veitir nákvæma beitingu stýringar, með Öhlins handstillanlegum dempurum með tvískiptum rennslisloka sem tryggja hámarks veggrip, burtséð frá yfirborði vegarins eða veðurskilyrðum. 

Detailed image of the Brembo brake

Performance vélbúnaður

Brembo hemlar

Hannaðir af Brembo, þekktum ítölskum framleiðanda, hafa þessir hemlar ávinning reynslu af áratuga samkeppni. Loftkældu, boruðu diskarnir og fjögurra bullu álhemlaklafarnir veita snöggt viðbragð við öll hitastig meðan dregið er úr þyngd, sliti, hávaða og uppsöfnun ryks.

Detailed image of the Öhlins Dual Flow Valve damper

Performance vélbúnaður

Öhlins demparar með tvískiptum rennslisloka

Þróaðir af sérfræðingum Öhlins í fjöðrunarbúnaði, sameina DFV dempararnir spyrnu og viðbragð án hliðstæðu með jafnvægi í akstri. Ökumaðurinn getur auðveldlega stillt þá heima til að henta mismunandi akstursskilyrðum, en Performance pakkinn inniheldur einnig eina ókeypis demparastillingu á Polestar þjónustustað (service point). 

Sænskar gyllingar

Hemlaklafar, öryggisbelti og lokahettur eru með áferð sænskrar gyllingar, sem vísar til  afkastamiðaðs eðlis Skandinavískrar arfleifðar Polestar 2. Lasergrafna gyllta ljóslínan í innanrými bætir við auka tilfinningu.

Öryggisbelti með sænskri gyllingu

Plus pakki

Frá hljóðdeyfandi útsýnisglerþakinu til hágæðalýsingar innanrýmis. Frá WeaveTech vegan áklæði til háþróaðrar loftgæðatækni. Plus pakkinn inniheldur eiginleikana til að auka enn frekar á þægindi og hentugleika Polestar 2.

Bird view of the panoramic roof of the Polestar 2

Uppfærslur ytra byrðis

Útsýnisþak

Aukin tilfinning fyrir rými. Útsýnisþakið í fullri lengd er viðbót við rúmgott innanrýmið með því að hleypa viðbótarljósi inn í farþegarýmið. Háþróuð hönnun glersins útilokar 99,5% af útfjólubláum geislum og hjálpar að viðhalda sem bestu hitastigi í farþegarýminu. Hljóðvarnarglerið dregur verulega úr truflunum vegna utanaðkomandi umferðarhávaða.  

Detailed view of the LED front fog lights of the Polestar 2

Uppfærslur ytra byrðis

LED-þokuljós að framan með beygjuaðgerð

LED-þokuljósin að framan bæta ekki aðeins skyggnið í mistri. Við hraða sem er undir 30 km/klst. kviknar á vinstra eða hægra ljósinu þegar beygt er sem gerir auðveldara að meta beygjur og gatnamót. 

Detailed view of the weaveTech seats with black ash deco inlays  in the Polestar 2

Uppfærslur innanrýmis

WeaveTech sæti með Black ash deco ígreypingum

Fáanlegt bæði í Charcoal eða Slate lit býður vatns- og óhreinindavarða WeaveTech vegan áklæðið og ígreypingarnar úr svörtum aski nýtt form af lúxus. Svartur askur er hinn nýi svarti litur.

Interior illumination in the Polestar 2

Uppfærslur innanrýmis

Hágæðalýsing innanrýmis

Vandlega hannað ljósasettið er viðbót við stemninguna innan í bílnum með því að undirstrika hina framúrstefnulegu innréttingu. Það eykur einnig sýnileika í farþegarýminu og farangursrýminu. 

Polestar 2 front seats that are fully electric

Comfort uppfærslur

Fullrafdrifin framsæti

Hallaðu þér aftur og láttu mótorana um vinnuna. Plus pakkinn inniheldur fullrafdrifin framsæti, sem gera ökumanninum kleift að finna þægilegustu stillinguna með sem minnstri fyrirhöfn. Sætislaga stýringarnar eru hannaðar til að auðvelt sé að gera stillingar, meðan margátta mjóhryggsstuðningurinn hjálpar til við að viðhalda þægilegri og eðlilegri líkamsstellingu. 

Centre display showing the air quality in the Polestar 2

Comfort uppfærslur

Air quality

Air quality notar þar til gerðan efnisagnaskynjara til að vakta efni sem geta verið til staðar í kringum bílinn. Það greinir, gas og frjókorn þannig að háþróaða farþegarýmissían getur hreinsað loftið eins vandlega og mögulegt er.

Bird view of the Polestar 2 showing the digital key range

Comfort uppfærslur

Polestar digital key

Opnaðu fyrir lyklalausa upplifun. Plus pakkinn uppfærir vélbúnað Polestar 2 og gerir snjallsíma ökumannsins kleift að virka sem auðkenningartæki. Sæktu Polestar appið, settu það upp, og bíllinn mun þekkja símann, þannig að hægt verður að opna hurðirnar með því að grípa í handföngin.

Polestar 2 side view with the rear storage open

Comfort uppfærslur

Rafdrifinn afturhleri með fótskynjara

Handfrjáls lausn á stundum sem hendur eru fullar. Opnaðu farangursrýmið að aftan með því að sparka einu sinni laust undir afturstuðarann, sem virkjar skynjarann sem opnar afturhlerann. 

Rear luggage compartment of the Polestar 2 showing the bag holder

Comfort uppfærslur

„Lok í loki“ með pokahaldara á afturgólfi

Settu lok á hluti sem eru á hreyfingu í skottinu. Aðfellanlegi „lok í loki“ eiginleikinn heldur þeim kyrrum á sínum stað. Hann veitir einnig örugga geymslu fyrir færanleg tæki eins og kæla, sem fá afl sitt úr 12 V tengingunni sem er uppsett sem staðalbúnaður.

Nappa uppfærsla

Auktu jafnvel enn meir fallegt útlit og tilfinningu innanrýmisins. Nappa uppfærslan er eingöngu fáanleg í samsetningu með Plus pakkanum og inniheldur gatað Animal welfare Nappa-leðuráklæði, loftkæld framsæti og ljósa viðarskreytingu úr aski.

Charcoal, þ.m.t. hurðainnlegg

Zinc, þ.m.t. hurðainnlegg

Detailed view of the ventilated front seats

Loftkæld framsæti

Með stillanlegar viftur innan í framsætispúða og -baki, lofti er þrýst í gegnum áklæðið, sem veitir meiri þægindi þegar heitt er í veðri.

Polestar 2 with light ash deco inlays

Skreyting úr ljósum aski

Light ash deco ígreypingarnar passa við íburðarmikla fagurfræði viðarspónsins á meðan betri nýting fæst á tiltækum viði.

Pilot pakki

Fyrirbyggjandi, aðlögunarhæfur, árvökull. Pilot pakkinn bætir ökumannsaðstoðar- og öryggiseiginleika Polestar 2 enn frekar með Pilot assist og Emergency stop assist.

Pilot Assist

Pilot Assist hjálpar ökumanninum við að halda Polestar 2 í miðri akreininni. Með myndavéla- og ratsjáreiningum fylgist kerfið með staðsetningu bílsins og gerir mjúklegar breytingar á stýringunni ef hann færist of nálægt veglínunni. 

Illustration of a Polestar 2 on the road demonstrating the  emergency stop assist

Neyðarstöðvunaraðstoð (Emergency stop assist)

Þegar Pilot Assist er virkt gefur Polestar 2 viðvörunarmerki ef það greinir óvenjulega aksturshegðun. Viðvaranirnar aukast stigvaxandi ef engar leiðréttingaraðgerðir eiga sér stað og bíllinn hemlar sjálfkrafa þar til kyrrstöðu er náð, virkjar hættuljósin og hringir síðan á neyðarþjónustu.

Pro pakki

Nokkur atriði Performance pakkans tekin með í Pro pakkann, þar sem innanrými með sænskri gyllingu er sameinað ytri áherslumerkjum 20 tommu Pro felga.

Detailed image of the 20 inch Pro wheels

20" Pro felgur

Þessar silfurlituðu og svörtu felgur úr steyptu áli með fjölhliða yfirborð og skýrar línur miðla afkastagetu bílsins úr kyrrstöðu. Eitt tillit er allt sem þarf en við mælum sterklega með því að horfa vel á þær (þegar öruggt er að gera slíkt).

Svört öryggisbelti með sænskri gyllingarrönd

Climate pakki

Veðrið gerir engar málamiðlanir. Það gerir Climate pakkinn ekki heldur. Orkusparandi hitadæla og hituð aftursæti, stýrishjól og rúðusprautur tryggja bestu mögulegu akstursupplifun sama hvernig veðrið er.


Orkusparandi hitadæla

Afgangshiti þarf ekki að vera úrgangshiti. Með því að nýta varmaorku úr aflrás, rafhlöðu og andrúmslofti, stjórnar hitadæla Climate pakkans hitastigi farþegarýmisins og eykur raunverulega drægni Polestar 2 bílsins. 

Polestar 2 heated rear seats with the yellow seat belt

Hituð aftursæti

Aftursæti Polestar 2 eru hönnuð skv. sömu vinnuvistfræðilegu meginreglunum og framsætin, sem tryggir hámarksstuðning burtséð frá kílómetrafjöldanum sem ekinn er. Hægt er að uppfæra ytri sætin tvö með rafdrifinni hitun, með sér hitastýringum fyrir hvern farþega. Allt fyrir þægindi. Þægindi fyrir allt. 

The steering wheel of the Polestar 2 that can be heated

Hitað stýri

Hægt er að forrita upphitaða stýrið til að byrja að hitna upp um leið og ökumaðurinn sest niður, og WeaveTech vegan efnið veitir frábært grip og góða tilfinningu. Þegar allt kemur alls eru kaldar hendur sóun á þýðum aksturseiginleikum.

Polestar 2 front view with heated wiper nozzles

Hitaðar rúðusprautur

Þegar snjór og frost gera erfitt að sjá fram á veginn hindra hituðu rúðusprauturnar rúðuvökvann í að frjósa og tryggja áhrifaríkan rúðuþvott á öllum hraða.

Stakir valkostir

Frá Harmon Kardon premium sound til Pixel LED aðlögunarhæfu aðalljósanna, eru ýmsir stakir valkostir fáanlegir fyrir Polestar 2 til að gera bílinn þægilegri, hagkvæmari og persónulegri. 

Detailed view of the Harman Kardon logo in the Polestar 2

Harman Kardon Premium Sound

Harman Kardon Premium Sound 600 W skilar hljómmiklu, umlykjandi hljóði í gegnum 13 vel staðsetta hátalara. Háþróaður stillingarhugbúnaður fjarlægir hljóðgalla sem tryggir heyranlega fínstillingu um allt farþegarýmið. 

20 inch Pro graphite wheels below the Polestar 2

Uppfærslur ytra byrðis

20” Pro grafítfelgur

Pro felgurnar úr steyptu áli með húðaðri gljáandi grárri áferð samræmast mínímalískri fagurfræði Polestar 2 án þess að það komi niður á afkastagetu og aksturseiginleikum. Epískt himingeimsþema ekki innifalið.



Krefst Pro pakka.

Uppfærslur ytra byrðis

Pixel LED aðalljós

Stjórnað af myndavél uppsettri að framan, er kveikt og slökkt á Pixel LED-ljósunum 84 í hvorri aðalljóseiningu fyrir sig til að aðlaga geislann að lýsingar- og umferðarskilyrðum. Þau geta skyggt út allt að fimm svæði fyrir framan bílinn og aukið þannig útsýnið án þess að blinda aðra ökumenn.

Rear view of the Polestar 2 showing the tinted rear window

Uppfærslur ytra byrðis

Lituð afturrúða

Þar sem hún er gerð úr jafn háþróuðu lagskiptu gleri, er litaða afturrúðan á afturhleranum viðbót við eiginleika útsýnisþaksins sem draga úr glömpum og útfjólubláu ljósi. 

Krefst Plus pakka

AC charging cable against a white background

AC-hleðslustrengur

Þessi 7 metra langi kapall, hannaður fyrir hleðslu heima fyrir eða á almennri hleðslustöð, kemur með altæku tengi af gerð 2. Hann virkar með öllum almennum AC-hleðslutækjum sem henta til notkunar heima við eða þeim sem finna má hjá skrifstofum, hótelum, stórmörkuðum og í miðbæjum. 

    • Myndefni er einungis til skýringar.

    Brimborg er umboðsaðili Polestar á Íslandi