Brimborg er umboðsaðili Polestar á Íslandi

Hoppa í aðalefnið

Performance

Undirvagn

Bíll með góða aksturseiginleika bregst við á fyrirsjáanlegan hátt burtséð frá vegyfirborðinu eða akstursskilyrðum. Rafhlaðan er innbyggð í Polestar 2 undirvagninn og sameinar mikinn snúningsstífleika og lága þyngdarmiðju til að tryggja viðbragðsfljótan og einbeittan akstur.

Aflrásir

Hámarksafl og snúningsvægi fyrir allar akstursaðstæður. Polestar 2 er fáanlegur með fjórum valkostum fyrir rafdrifna aflrás, sem gerir það auðvelt að aðlaga frammistöðu hans að persónulegum óskum ökumannsins og akstursumhverfinu.

Long range Dual motor með Performance pakka

Afl
350kW 476 hö
Tog*
740 Nm
0-100 km/klst
4,2 sek.
Drægni allt að*
568 km

Long range Dual motor

Afl
310 kW 421 hö
Tog*
740 Nm
0-100 km/klst
4,5 sek.
Drægni allt að*
596 km

Long range Single motor

Afl
220 kW 299 hö
Tog*
490 Nm
0-100 km/klst
6,2 sek.
Drægni allt að*
659 km

Standard range Single motor

Afl
200 kW 272 hö
Tog*
490 Nm
0-100 km/klst
6,4 sek.
Drægni allt að*
554 km

Fjórhjóladrif eða afturhjóladrif

Polestar 2 kemur með aflrás fyrir fjórhjóladrif eða afturhjóladrif, bæði fínstillt fyrir afkastagetu og árvekni ökumanns. Nýlega þróaður ósamfasa mótor að framan, sísegulsmótor að aftan og kísilkarbíðáriðill auka afköst og snúningsvægi, meðan fjórhjóladrifið getur aftengt framöxulinn til að draga enn frekar úr orkunotkun.

Aldrifs aflrás með mikla orkunýtni. Hægt er að aftengja framöxulinn til að spara orku.

Fjöðrun

Bæði staðlaða og uppfærða fjöðrunin eru stilltar til að veita kvikan akstur án þess að skerða þægindi eða öryggi. Þessi uppsetning gerir hámarks veggrip mögulegt burtséð frá aðstæðum.

Detailed image of the Öhlins Dual Flow Valve dampers on a black background

Öhlins demparar með tvískiptum rennslisloka

Polestar og sérfræðingar Öhlins í fjöðrunarbúnaði, sem deila sömu einbeittu verkfræðilegu nálguninni, hafa í sameiningu þróað DFV demparana fyrir Polestar 2. Auðveldlega er hægt að stilla þá til að henta ýmsum akstursumhverfum meðan þeir veita grip, viðbragð og jafnvægi sem er án hliðstæðu.

Fáanlegt sem uppfærsla.

Detailed image of the twin-tube frequency-dependent dampers

Tveggja hólka tíðniháðir demparar

Þessir demparar, sem lyfta staðlinum fyrir fjöðrunarbúnað, bæta aksturseiginleika og þægindi með því að takmarka áhrif miðflóttaafls í beygjum og bæta stjórnun bílsins. Þeir bæta veggrip og aksturseiginleika Polestar 2 í sameiningu með fyrirferðarlitlum, léttum gormleggjum og tengjum fjöðrunarbúnaðarins.  

Centre display showing the settings of the adjustable steering feedback

Aksturseiginleikar

Stillanleg stýrissvörun

Stigverkandi aflstýring Polestar 2 aðlagast hraða bílsins og veitir minni svörun þegar farið er hægt og meiri svörun þegar ferðast er hraðar. Ökumenn geta einnig stillt viðkomu stýrisins að persónulegum óskum sínum og valið „mjúka“ stillingu þegar farið er um stræti borgar, „venjulega“ fyrir þjóðvegi og „þétta“ fyrir virkan akstur á hlykkjóttum vegum.

Centre display showing the settings of the One Pedal Drive

Aksturseiginleikar

Eins fetils akstur

Aktu, hemlaðu og endurhladdu, allt með eins fetils akstri. Snúningsvægisstefna rafmótorana snýst við þegar inngjöfinni er sleppt, sem hægir á bílnum og myndar hleðslu sem eykur drægni Polestar 2.

Cenre display showing the sport mode

Aksturseiginleikar

Sport stilling

Virkjun Sport stillingar auðveldar aðstoðina sem Electronic Stability Control kerfi ökutækisins veitir með því að láta ökumanninum hafa meiri áhrif á meðhöndlun bílsins. Þessi stilling bætir einnig grip bílsins þegar ekið er á yfirborði eins og ís, snjó eða möl.

20" Performance felgur

Með því að nota framleiðsluaðferð sem þróuð var fyrir akstursíþróttir eru mótaðar álfelgur gerðar með því að pressa málminn frekar en að bræða hann, sem gerir þær léttari og sterkari en hefðbundnar felgur. Ásamt SportContact 6 hjólbörðunum veita þessar felgur bestu mögulegu aksturseiginleika og veggrip.


Fáanlegt sem uppfærsla.

Zoomed in image on the wheel and the yellow brembo brake

Brembo hemlar

Brembo hemlar byggja á áratuga reynslu af akstursíþróttum og eru hannaðir samkvæmt ítrustu gæða- og öryggisstöðlum. Loftkældu, boruðu diskarnir og fjögurra bullu áldiskaklafarnir veita snöggt viðbragð í hvaða hitastigi sem er meðan dregið er úr þyngd, sliti, hávaða og uppsöfnun ryks.

Fáanlegt sem uppfærsla.

    • Myndefni er einungis til skýringar.

    Brimborg er umboðsaðili Polestar á Íslandi