Sjálfbærni

Gagnsæi varðandi sjálfbærni

Þessi yfirlýsing um sjálfbærni vöru er háþróuð kynning á sjálfbærnivottun Polestar 2. Hún miðar að því að veita neytendum gagnsæjar upplýsingar til að gera þeim kleift að taka upplýstar, siðferðilegar ákvarðanir.

Kolefnisspor

Við erum stöðugt að endurskoða efnin og ferlana sem notuð eru við framleiðslu Polestar bíla til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda á framleiðslustigi líftíma þeirra. Þú getur dregið úr heildar kolefnisfótsporinu á notkunarstiginu með því að hlaða með endurnýjanlegri orku.

Meira um kolefnishlutleysi
Close-up of black componenents and material

Vistferill Polestar 2

Framleiðsla efna

Mörg mismunandi efni eru notuð til að búa til Polestar 2, þ.m.t. ál, stál, textílefni, rafeindabúnaður og plast. Hver efnisflokkur leggur sitt til heildar kolefnisfótspors ökutækisins, sama gildir um blandaða notkun rafmagns við framleiðslu og hreinsun efna. Við stefnum að því að skilgreina þessa efnisflokka nánar fyrir hverja nýja gerð, til að bæta nákvæmni í útreikningum á kolefnisfótspori.

Close up li-ion battery modules

Vistferill Polestar 2

Litíum rafhlöðueiningar

Nokkrir þættir hafa áhrif á kolefnisfótspor rafhlöðunnar, frá orkunni sem notuð er við framleiðslu rafhlaða til álsins sem notað er í rafhlöðuhýsinguna. Við þrýstum á birgja okkar að draga úr kolefnisfótspori rafhlöðueininganna sem þeir útvega.

Bodywork of Polestar 2

Vistferill Polestar 2

Framleiðsla og birgðastjórnun

Árið 2022 skipti framleiðsluaðstaðan í Taizhou, þar sem Polestar 2 er framleiddur, yfir í 100% sólarorku. Með því að skipta yfir í algjörlega endurnýjanlega raforku er kolefnisfótsporið minnkað um 0,5 t af CO2e á hvern bíl.

White Polestar 2 with charging cord connected

Vistferill Polestar 2

Notkunarstig

Eftir að Polestar 2 bílar hafa yfirgefið verksmiðjuna geta eigendur þeirra haft veruleg áhrif á heildar kolefnisfótspor þeirra með því að hlaða þá með endurnýjanlegri orku hvenær sem slíkt er mögulegt.

Bodywork of Polestar 2

Vistferill Polestar 2

Endir líftíma

Polestar 2 er 85% endurvinnanlegur, og meirihluta íhlutanna er hægt að endurnýta eða endurframleiða. Með því að lengja endingartíma íhluta á þennan hátt er bæði hægt að draga úr úrgangi og útblæstri CO2 sem fylgir því að búa til alveg nýja íhluti.

Kolefnisspor frá vöggu til hliðs

Þessar tölur sýna losun CO2e frá Polestar 2 í vöggu-til-hliðs stigum lífsferils bílsins. Uppfærslur á rafhlöðum á meirihluta markaða¹, auk uppfærslna á drifkerfi, hafa haft áhrif á heildarkolefnisspor ökutækisins.

Standard range Single motor

Framleiðsla efnis
15.4t
Rafhlöðueiningar
4.6t
Framleiðsla og aðföng
1.6t
Samtals
21.6t

Long range Single motor

Framleiðsla efnis
14.9t
Rafhlöðueiningar
5.9t
Framleiðsla og aðföng
1.6t
Samtals
22.4t

Long range Dual motor

Framleiðsla efnis
15.7t
Rafhlöðueiningar
5.9t
Framleiðsla og aðföng
1.6t
Samtals
23.2t
Orange background, black text -1.1 tco2e

Kolefnisfótspor rafhlöðu

Þökk sé bættri efnasamsetningu rafhlaða hefur verið dregið úr CO2e útblæstri fyrir Polestar 2 Long range Single motor og Long range Dual motor á flestum mörkuðum¹ um 1,1 tonn, úr 7 tonnum niður í 5,9 tonn á hvern bíl.

Hlutföll kolefnisspors

Eftirfarandi sundurliðun sýnir framlag hvers efnis til kolefnisspors frá vöggu til hliðs Polestar 2 (Long range Dual motor).

Sustainability carbon footprint data

Rafhlöðueiningar

Sustainability carbon footprint data

Ál

Steel and iron carbon footprint proportions 19%

Stál og járn

Ten percent number shown on a white background

Rafeindabúnaður

Eight percent shown on a white background

Fjölliður

Seven percent shown on a white background

Framleiðsla og birgðastjórnun

Two percent number snow on a white background

Vökvar og óskilgreint

One percent shown on a white background

Dekk

One percent shown on a white background

Kopar

One percent shown on a white background

Gler

One percent shown on a white background

Náttúruleg efni

One percent shown on a white background

Aðrir málmar

Hringrás

Frá hönnun og efnum, til uppruna og samsetningar, til notkunar og endurnotkunar. Polestar 2 táknar annað skref í átt að fullri, lokaðri hringrás í framleiðslu og notkun rafbíla.

Meira um hringrás
Dark close up of Weavetech upholstery

Uppfinningar í efnum

WeaveTech bólstrun

WeaveTech, sem er 100% vegan, er valkostur í staðinn fyrir leður byggður á PVC sem er bæði óhreininda- og rakavarinn. Hágæðaframleiðsluferlið dregur úr magni mýkiefna úr venjulega hlutfallinu 35-45% niður í aðeins 1% að meðaltali.

Notað í bólstrun Polestar 2. 

Close up of bright reconstructed wood deco

Uppfinningar í efnum

Reconstructed wood deco

Meiri viður, minni úrgangur. Reconstructed wood deco er búin til úr endurnýttum birkivið sem er niðurskorinn og samanlímdur til að varðveita eins mikið af náttúrulegu efni og mögulegt er. Svartur askviðarspónninn er með munstrað útlit sem dregur fram óreglulegt viðarmynstrið, sem þýðir að hægt er að nota meira af tiltækum við og draga þannig úr úrgangi.

Notað í skreytingarþiljum Polestar 2.

Rekjanleg efni

Að rekja efni er fyrsta skrefið í átt að ábyrgari uppruna og framleiðsluferlum. Við stefnum að því að bæta við fleiri algerlega rekjanlegum efnum með hverju nýju módeli.

Polestar vinnur með blockchain samstarfsaðilanum Circulor til að rekja áhættuefni í rafhlöðum eins og kobolt og miku, og með Bridge of Weir til að rekja leður.

Meira um gagnsæi
Close-up of the sustainability traced nappa leather upholstery

Ábyrgur uppruni og rakin efni

Nappa-leður

Leðrið notað í Polestar 2 uppfyllir ströngustu staðla um dýravelferð, sem ákveðnir eru af Matvæla og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðadýraheilbrigðisstofnuninni (OIE) í dýraheilbrigðisreglum þeirra og Nefnd um velferð húsdýra (FAWC). Leðrið er rekjanlegt í gegnum ferli sem stjórnar og hefur eftirlit með býlum og sútunarstöðvum þaðan sem leðrið er upprunnið. Bólstrunin úr leðri er einnig krómlaus. 

Notað í bólstrun Polestar 2.

Cobalt blue rock on black background.

Áhættuefni rakin með skjalakeðju

Kóbalt

Kóbalt er harður málmur notaður til að lengja endingu rafhlaða í litíumrafhlöðupakka Polestar 2. Helstu áhættuþættir við námuvinnslu á kóbalti eru m.a. nauðungarvinna og barnaþrælkun, veikt réttarfar, hörð átök og mengun af völdum hættulegra efna.

Mica material, flaky and golden, black background

Áhættuefni rakin með skjalakeðju

Glimmer

Glimmer er hópur kísilsteinefna sem notaður er í litíumrafhlöðupakka Polestar 2 sem varmaþröskuldur til að hindra eldsvoða, og til að bæta öryggi og traustleika. Helstu áhættuþættir við námuvinnslu á glimmeri eru m.a. barnaþrælkun og nauðungarvinna, veikt réttarfar, spilling, óvélvædd og takmörkuð námuvinnsla. 

3TG

Tin, tantál, túngsten og gull, einnig þekkt sem 'ágreiningssteinefni', hafa fjölbreytt notkunarsvið í byggingu og rafeindatækni Polestar 2. Í pólitískt óstöðugum svæðum getur steinefnaverslun verið notuð til að fjármagna vopnahópa, kynda undir þrælkun og önnur mannréttindabrot, og styðja við spillingu og peningaþvætti. 3TG er rekjað í gegnum Conflict Mineral Reporting, sem hvetur til notkunar á bræðslum sem staðfest er að uppfylli Responsible Minerals Assurance Program (RMAP).

Polestar og sjálfbærni

Polestar er staðráðið í að bæta samfélagið sem við búum í, með því að nota hönnun og tækni til að flýta fyrir almennri breytingu yfir í sjálfbæra rafmagnshreyfanleika. Kynntu þér nánar hvernig við erum að ná þangað.

Meira um sjálfbærni
Polestar 2 tailgate view on a white background

Að eiga Polestar 2

Uppgötvaðu eiginleikana

Algengum spurningum um akstur rafbíla svarað

Frekari upplýsingar

Kannaðu kosti fyrir flota og fyrirtæki

Frekari upplýsingar

Viðhald, þjónusta og ábyrgð

Frekari upplýsingar
  1. Rafhlöðurýmd fyrir Long range Dual motor er áfram 78 kWh í Bandaríkjunum, Kanada og Suður-Kóreu; hámarkshleðslugeta er áfram 155 kW DC. Í Kóreu er Long range Single motor útgáfan einnig áfram með 78 kWh rafhlöðu og 155 kW DC hámarks hleðslugetu.

    Fáðu allar nýjustu fréttirnar um Polestar

    Gerast áskrifandi
    Polestar © 2024 Öll réttindi áskilin
    LagalegtSiðareglurPersónuverndVafrakökurAðgengisyfirlýsing