Brimborg er umboðsaðili Polestar á Íslandi

Hoppa í aðalefnið
Polestar 2
Hleðsla

Sjálfbærni

Gagnsæi varðandi sjálfbærni

Þessi yfirlýsing um sjálfbærni vöru stendur fyrir sjálfbærniskilríki Polestar 2 á háu stigi. Hún miðar að því að veita neytendum gagnsæjar upplýsingar til að gera þeim kleift að taka upplýstar, siðferðilega réttar ákvarðanir.

Kolefnisfótspor

Við erum stöðugt að endurskoða efnin og ferlana sem notuð eru við framleiðslu Polestar bíla til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda á framleiðslustigi líftíma þeirra. Þú getur dregið úr heildar kolefnisfótsporinu á notkunarstiginu með því að hlaða með endurnýjanlegri orku.

Meira um kolefnishlutleysi
Materials that are being used in the production of the Polestar 2

Vistferill Polestar 2

Framleiðsla efna

Frá áli og stáli til plasts leggur hver efnisflokkur sitt til heildar kolefnisfótspors Polestar 2, sama gildir um blandaða notkun rafmagns við framleiðslu og hreinsun. Við stefnum að því að draga stöðugt úr áhrifum kolefnis og auka enn fremur nákvæmnina í útreikningum á fótspori okkar.

Detailed view of the li-ion battery module

Vistferill Polestar 2

Litíum rafhlöðueiningar

Nokkrir þættir hafa áhrif á kolefnisfótspor rafhlöðunnar, frá orkunni sem notuð er við framleiðslu rafhlaða til álsins sem notað er í rafhlöðuhýsinguna. Við þrýstum á birgja okkar að draga úr kolefnisfótspori rafhlöðueininganna sem þeir útvega.

Frame of the Polestar 2 in the factory

Vistferill Polestar 2

Framleiðsla og birgðastjórnun

Polestar 2 er framleiddur í verksmiðju Volvo Cars í Taizhou, framleiðsluaðstöðu sem er 100% knúin af sólarorku.  Með notkun algjörlega endurnýjanlegrar raforku er kolefnisfótsporið minnkað um 0,5 t CO₂e á bíl.

Polestar 2 charging with the charging cable

Vistferill Polestar 2

Notkunarstig

Eftir að Polestar 2 bílar hafa yfirgefið verksmiðjuna geta eigendur þeirra haft veruleg áhrif á heildar kolefnisfótspor þeirra með því að hlaða þá með endurnýjanlegri orku hvenær sem slíkt er mögulegt.

Back of the frame of the Polestar 2

Vistferill Polestar 2

Endir líftíma

Polestar 2 er 85% endurvinnanlegur, og meirihluta íhlutanna er hægt að endurnýta eða endurframleiða. Með því að lengja endingartíma íhluta á þennan hátt er bæði hægt að draga úr úrgangi og útblæstri CO2 sem fylgir því að búa til alveg nýja íhluti.

Kolefnisfótspor við framleiðslu

Þessar tölur standa fyrir CO₂e losun Polestar 2 á framleiðslustigi vistferils bílsins. Uppfærslur á rafhlöðum á meirihluta markaða¹, auk uppfærslna á aflrás, hafa haft áhrif heildarkolefnisfótspor ökutækisins.

Standard range Single motor

Framleiðsla efnis
15,4 t
Rafhlöðueiningar
5 t
Framleiðsla og aðföng
1,6 t
Samtals
22 t

Long range Single motor

Framleiðsla efnis
14,9 t
Rafhlöðueiningar
5,9 t
Framleiðsla og aðföng
1,6 t
Samtals
22,4 t

Long range Dual motor

Framleiðsla efnis
15,7 t
Rafhlöðueiningar
5,9 t
Framleiðsla og aðföng
1,6 t
Samtals
23,1 t
Illustration of -1,1t CO2e on orange background

Kolefnisfótspor rafhlöðu

Þökk sé bættri efnasamsetningu rafhlaða hefur verið dregið úr CO2e útblæstri fyrir Polestar 2 Long range Single motor og Long range Dual motor á flestum mörkuðum¹ um 1,1 tonn, úr 7 tonnum niður í 5,9 tonn á hvern bíl.

Hringrás

Frá hönnun og efnum, til uppruna og samsetningar, til notkunar og endurnotkunar. Polestar 2 stendur fyrir annað skref í áttina að fullkomlega lokaðri hringrás við framleiðslu og notkun rafbíla.

Meira um hringrás
Black and light ash wooden deco in the interior of the Polestar 2

Uppfinningar í efnum

Viðarskreytingar úr svörtum og ljósum aski

Einkennandi útlit viðarskreytinganna sem fáanlegar eru í tveimur litum kemur frá viðarmynstrinu, sem er meðhöndlað til að draga úr efnissóun og leggja áherslu á náttúrulega fegurð þess.

Notað í skreytingarþiljum Polestar 2.

Rakin efni

Rakning efna til uppruna þeirra er fyrsta skrefið að því að ná ábyrgari uppruna og framleiðsluferli. Við stefnum að meiri rakningu efna fyrir hverja nýja gerð.

Polestar vinnur með samstarfsaðila sínum í skjalakeðju, Circulor, við að rekja áhættujarðefni rafhlaða eins og kóbalt og glimmer. Við erum í samstarfi við Bridge of Weir til að gera það sama fyrir leður.

Meira um gagnsæi
Nappa leather on the seat in the Polestar

Efni með ábyrgan uppruna

Nappa-leður

Skinnin notuð fyrir valkvæða leðuráklæðið er upprunnið frá býlum í löndum sem eru í hæsta gæðaflokki á heimsvísu skv. dýraverndunarvísinum (Animal Protection Index). Uppruni þeirra er í gegnum Bridge of Weir og þau eru vottuð sem krómfrí.

Notað í bólstrun Polestar 2. 

Cobalt shown on a black background

Áhættuefni rakin með skjalakeðju

Kóbalt

Kóbalt er harður málmur notaður til að lengja endingu rafhlaða í litíumrafhlöðupakka Polestar 2. Helstu áhættuþættir við námuvinnslu á kóbalti eru m.a. nauðungarvinna og barnaþrælkun, veikt réttarfar, hörð átök og mengun af völdum hættulegra efna.

Mica against a black background

Áhættuefni rakin með skjalakeðju

Glimmer

Glimmer er hópur kísilsteinefna sem notaður er í litíumrafhlöðupakka Polestar 2 sem varmaþröskuldur til að hindra eldsvoða, og til að bæta öryggi og traustleika. Helstu áhættuþættir við námuvinnslu á glimmeri eru m.a. barnaþrælkun og nauðungarvinna, veikt réttarfar, spilling, óvélvædd og takmörkuð námuvinnsla. 

3TG

Tin, tantal, volfram og gull, einnig þekkt sem „jarðefni frá átakasvæðum“, eru nýtt á margskonar hátt í uppbyggingu og rafeindabúnaði Polestar 2. Á pólitískt óstöðugum svæðum getur námuiðnaðurinn verið notaður til að fjármagna vopnaða hópa, kynt undir nauðungarvinnu og öðrum mannréttindabrotum, og stuðlað að spillingu og peningaþvætti. 3TG eru rakin í gegnum tilkynningar um jarðefni frá átakasvæðum (Conflict Mineral Reporting), sem stuðlar að því að staðfest sé að málmbræðsluver fylgi áætlun fyrir ábyrga jarðefnavinnslu (Responsible Minerals Assurance Program, RMAP).

Polestar og sjálfbærni

Polestar er ákveðið í því að bæta þjóðfélagið sem við lifum í með því að nota hönnun og tækni til að flýta útbreiddum skiptum yfir í sjálfbærar rafrænar samgöngur. Fáðu að vita meira um hvernig við ætlum að komast þangað.

Meira um sjálfbærni

Meira um Polestar 2

  1. Rafhlöðurýmd og hleðsluhraði fyrir Long range Dual motor er áfram 78 kWh og 155 kW DC fyrir Kína og Kóreu. Long range Single motor útgáfan í Kóreu heldur einnig 78 kWh rafhlöðu og 155 kW hámarks DC-hleðsluhraða.
  • Myndefni er einungis til skýringar.

Brimborg er umboðsaðili Polestar á Íslandi

Fáðu allar nýjustu fréttirnar um Polestar

Gerast áskrifandi
Polestar © 2024 Öll réttindi áskilin
LagalegtSiðareglurPersónuverndVafrakökurAðgengisyfirlýsing