Gagnlegur aukabúnaður

Sætisvirkjuð ræsing

Engin þörf á að nota lykil eða ræsihnapp. Snertu hurðarhandfangið til að aflæsa bílnum og sestu niður til að ræsa hann. Polestar 2 greinir návist heimilaðrar lyklafjarstýringar eða snjallsíma með virkan Digital key, sem heimilar inngöngu og virkjun aflrásar í gegnum skynjara í sæti ökumanns.

Digital key er fáanleg með Plus pakkanum.

Ökumannsprófílar

Polestar 2 getur sjálfkrafa geymt kjörstillingar fyrir allt að sex ökumenn og tengt upplýsingarnar við merkið frá lykilfjarstýringunni eða Polestar appinu. Þegar það er greint ber hugbúnaður bílsins kennsl á ökumannsprófílinn og hleður samsvarandi sætisstöðu, speglastillingum, viðkomu stýris og stillingum fyrir eins fetils akstur. Hann sækir einnig uppáhaldsöppin og spilunarlistana. 

Geymsla að aftan

407 lítrar með sætin uppi, 1.097 lítrar með sætin niðri. Polestar 2 er með stærðarstillanlegt farangurshólf með þakfestan afturhlera fyrir auðveldan aðgang. Í það kemst allt frá helgartöskum til brimbretta og kemur með handhægri geymslu undir gólfinu. 

01/03

Í farangurshólfið að aftan er hægt að setja margskonar hluti og þakfesti afturhlerinn veitir auðveldan aðgang.
Polestar 2 with the tailgate open

Rafdrifinn afturhleri með fótskynjara

Einföld sparkhreyfing undir stuðarann opnar eða lokar afturhleranum. Hreyfingin er greind af eins metra löngum skynjara, sem þýðir fljótan aðgang og auðveldara að hlaða í bílinn og afhlaða. 
 
Fáanlegt með Plus pakkanum. 

Grocery bag holder in the rear luggage compartment

Pokahaldari

Komdu í veg fyrir að innkaupapokar og aðrir lausir hlutir séu á hreyfingu í farangursrýminu að aftan. Aðfellanlegi „lok í loki“ pokahaldarinn heldur þeim föstum á sínum stað. 
 
Fáanlegt með Plus pakkanum. 

Geymsla að framan

Farangursrýmið að framan veitir 41 lítra af viðbótar geymsluplássi. Það inniheldur einnig dráttarauga ökutækisins og verkfærasett, sem hægt er að nálgast fljótt jafnvel þótt afturfarangursrýmið sé fullt. 

Front luggage compartment in Polestar 2
Close up on a white Polestar 2 semi-electric towbar

Hálfrafdrifið dráttarbeisli

Hálfrafdrifið dráttarbeisli

Allir Polestar 2 bílar hafa mjög gott tog og eiga því auðvelt með að drátt á eftirvagni. Stöðugleikakerfi Polestar er einnig mjög öruggt og fullkomið. Ef eftirvagninn byrjar að sveiflast til þá bregst það við, leiðréttir og stöðvar sveifluna.

Fáanlegt sem uppfærsla. 

Innanrými

Grundvallaratriðin eru í forgangi í innanrými Polestar 2, framsækin hönnun er pöruð við hagnýt atriði til að bræða saman form og virkni. 

Showing close-up of wireless charger in Polestar 2

Þráðlaus hleðsla

Hladdu án þess að stinga í samband. Stjórnborðið milli framsætanna inniheldur þráðlaust spanhleðslutæki samhæft við alla Qi-virkjaða snjallsíma.  

Sætisarmar og glasahaldarar

Hægt er að renna framsætisarmi Polestar 2 afturábak til að nálgast fremri glasahaldarann. Með því að lyfta er hægt að nota aftari glasahaldarann. Það eru tveir glasahaldarar til viðbótar aftan í bílnum, uppsettir á niðursmellanlega miðsætisarmi aftursætanna. 

Close-up on the large door pockets with integrated bottle holders

Geymslur í innanrými

Margir geymslustaðir eru staðsettir um allt innanrýmið, þ.m.t. stórir hurðarvasar með innbyggðum flöskuhöldurum, vasar á sitt hvorri hlið stjórnborðsins milli framsætanna og hanskahólfið.  

Showing the Polestar app on smartphone with battery capacity

Polestar app

Tengdu við bílinn. Hægt er að nota Polestar 2 appið til að virkja loftgæðastýringarkerfið, breyta loftlagstímastillingum, athuga rafhlöðustöðu eða læsa og aflæsa hurðum. Þegar vélbúnaður fyrir Digital key er uppsettur skynjar Polestar 2 appið á heimiluðum snjallsíma og hleður sjálfkrafa stillingum ökumanns fyrir sæti, stýrisskynjun og eins fetils akstur. Það getur einnig ræst bílinn.

Digital key er fáanleg með Plus pakkanum.

Meira í Polestar appinu
A white Polestar 2 driving on a road next to the ocean.

Sjálfbærni

Uppgötvaðu eiginleikana

Algengum spurningum um akstur rafbíla svarað

Frekari upplýsingar

Kannaðu kosti fyrir flota og fyrirtæki

Frekari upplýsingar

Viðhald, þjónusta og ábyrgð

Frekari upplýsingar

      Fáðu allar nýjustu fréttirnar um Polestar

      Gerast áskrifandi
      Polestar © 2024 Öll réttindi áskilin
      LagalegtSiðareglurPersónuverndVafrakökurAðgengisyfirlýsing