Afkastahugbúnaðaruppfærsla
Algengar spurningar og svör
Frammistöðuhugbúnaðaruppfærslan er aðeins fáanleg fyrir bíla með tveimur mótorum.
Breyting á forskrift bíls þíns getur haft áhrif á tryggingariðgjöld þín. Þú berð ábyrgð á að upplýsa tryggingafyrirtækið þitt um uppfærsluna og hugsanlega breytingu á kostnaði. Ef það er ekki gert getur það leitt til þess að tryggingafélagið þitt hafni kröfunni.
Kaupin á frammistöðuuppfærslunni eru endanleg, bindandi og óendurgreiðanleg. Þar sem frammistöðuhugbúnaður Polestar er stafrænt efni sem verður afhent sjálfkrafa eftir kaupin, hefur þú engan lögbundinn rétt til að falla frá kaupunum.
Límmiðasettið, sem verður sent á afhendingarstað þinn, inniheldur leiðbeiningar um hvernig á að fjarlægja núverandi hurðarlímmiða á bílnum þínum og setja upp nýja. Skannaðu bara QR-kóðann til að horfa á myndband sem fer í gegnum ferlið skref fyrir skref, eða lestu meira í handbókinni.
Þú munt fá hugbúnaðinn, tvo hurðarlímmiða til skipta, Polestar Engineered „röðunarmerki“ til að setja á framgrindina og yfirlýsingu ef endurskráningar er krafist. Í Þýskalandi og Austurríki verður einnig afhentur skyldubundinn límmiði til endurskráningar.
Flota- og eignarleigubílar, sem eru venjulega seldir til einstaklinga af þriðja aðila eignarleigufyrirtækjum, eða eru hluti af bílaflota fyrirtækis, eru venjulega ekki í eigu ökumannsins. Getan til að gera breytingar á ökutækinu er hjá eiganda ökutækisins - þetta þýðir að Polestar getur ekki selt hugbúnað til einstaklinga sem eru ekki eigendur bílsins. Við erum að vinna að mögulegri lausn fyrir slík ökutæki og munum kunngera hana síðar þegar uppfærslan er fáanleg fyrir flota- og eignarleigubíla.
Afkastahugbúnaðaruppfærslan er fáanleg sem hluti af Performance pakkanum, sem hægt er að bæta við pöntun þína áður en bíllinn er keyptur. Ef þú vilt bara vera með hugbúnaðinn eða þú hefur þegar gert pöntun, verður uppfærslan fáanleg í vefversluninni fyrir Polestar aukahluti eftir afhendingu.
Þegar afkastahugbúnaðaruppfærslan er ekki hluti af upphaflega eignarleigutilboðinu þarft þú samþykki frá eignarleigufyrirtækinu áður en þú kaupir hugbúnaðinn.
Ræsistýring er hluti af nýjustu uppfærslu yfir netið fyrir þinn Polestar 2 Long range Dual motor. Með því að hlaða niður og setja upp þessa uppfærslu verður ræsistýringareiginleikanum sjálfkrafa bætt við án viðbótargjalds.
Þegar uppsettur er hægt að virkja ræsistýringareiginleikann með því að þrýsta á inngjöfina og hemlafetilinn samtímis. Þegar þú gerir þetta munt þú taka eftir því að Polestar 2 bíllin þinn „húkir“ vegna þess að hugbúnaðurinn forhleður hærra snúningsvægi fyrir ræsingu, sem dregur bílinn örlítið niður. Allt sem þú þarft til að aka af stað er að sleppa hemlafetlinum og ræsistýring mun umsvifalaust veita hámarksafl.
Já, það er hægt. Við höfum þróað þar til gert afkastaapp í bílnum sem hægt er að opna frá miðjuskjá bílsins. Það gefur upp tölur fyrir hröðun auk upplýsinga um hversu mörg G bíllinn dregur. Hægt er að sækja afkastaappið ókeypis úr Google Play store.
Ertu enn með spurningar?
Heimsæktu okkur
Heimsæktu staðsetningu nálægt þér til að líta á nýjustu bílana, eiga persónulegt viðtal eða fara í reynsluakstur
Polestar samfélagið
Vertu í beinum samskiptum við meðlimi samfélagsins og Polestar og fáðu aðgang að tilkynningum og nýjustu fréttum.